Þurfa að skipta gólf í félagsheimilinu eftir leka

Skipta þarf um gólfið í gamla salnum í félagsheimilinu Herðubreið eftir vatnsleka þar í byrjun febrúar. Nýta á tækifærið til að breyta húsinu.

Gólfið í gamla íþróttasalnum, sem að undanförnu hefur verið notaður sem matsalur, eyðilagðist þegar hitavatnslögn í húsinu gaf sig fyrir skemmstu. Búið er að rífa upp gólfið og borða nemendur nú á annarri hæð íþróttamiðstöðvarinnar.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, segir ekki ljóst hve mikið tjónið er en bærinn sé tryggður fyrir því. Ekki sé heldur ljóst hvenær nýtt gólf verði sett í salinn en menn gefi sér góðan tíma til að þurrka salinn vel.

Þá verði horft til þess að endurbæta húsið og koma fyrir dyrum á suðurhlið salarins þannig að hægt sé að ganga beint út úr honum. Endurbæturnar verða gerðar í samráði við Minjastofnun. Salurinn er byggður árið 1964 og þykir gerð hans fágæt miðað við þann tíma.

Salurinn er töluvert notaður fyrir LungA skólann og hátíðina. Mynd: LungA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.