„Þetta er framfaraskref fyrir allt og alla“

„Þetta er í rauninni eðlilegt skref eftir að HB Grandi jók umsvif sín, auk þess að vera einn liður í að styrkja net Olís á landabyggðinni,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, svæðisstjóri Olís á Austurlandi, en umboð og verslun hefur verið opnuð á Vopnafirði.

Unnið er í samstarfivið Bílar og vélar ehf. og verður umboðið til húsa í afgreiðslu Flytjanda á Vopnafirði. Þar verður hægt að nálgast flestar þær vörur sem Olís hefur umboð fyrir, til dæmis Exide rafgeyma, flestar gerðir af pappír, sápur frá Evans og Arrow sem eru sérhæfðar ræstivörur fyrir sjávarútveg og landbúnað.

„Við erum að stuðla að bættri þjónustu og verslun í heimabyggð, en menn hafa verið að panta vörurnar með margra daga fyrirvara úr Reykjavík, þaðan sem þær fara til Akureyrar, svo til Húsavíkur áður en þær enda loks á Vopnafirði. Þetta er framfaraskref fyrir allt og alla,“ segir Samúel.

Á heimasíðu Olís er hægt að kynna sér vöruúrvalið og allar nánari upplýsingar varðandi þjónustu Olís hf. fást á þjónustuborði Olís hf. í síma 515-1100 sem opið er frá 8:00-17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar