Taka lán til að bæta lausafjárstöðu

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að taka 100 milljóna króna lán til að bæta lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Tekjusamdráttur vegna minnkandi afla hefur reynst þungur.


Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi sveitarstjórnar en lánið er tekið hjá Landsbankanum til þriggja ára. Þrátt fyrri þetta er staða sveitar- og hafnarsjóðs sögð sterk.

Í bókun kemur fram að lausafjárstaðan hafi verið þung að undanförnu, meðal annars vegna framkvæmda við dýpkun hafnarinnar sem ráðist var í til að geta tekið á móti stærri skipum HB Granda. Framkvæmdunum lauk í maí en heildarkostnaður við þær var um 189 milljónir króna.

Á sama tíma hefur minni afli skilað sér á land en afli fyrstu átta mánuði ársins var 43 þúsund tonn samanborið við 75 þúsund á sama tíma í fyrra.

HB Grandi ætlar upp úr næstu áramótum að hefja bolfiskvinnslu á staðnum og eru framkvæmdir við hana í fullum gangi. Henni er ætlað að jafna út sveiflur í uppsjávarvinnslunni og þar með bæta tekjuflæði sveitarsjóðs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.