Orkumálinn 2024

„Það eru ótal góðar ástæður fyrir því að geyma bílinn heima"

„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að leggja línurnar fyrir árið 2018 í stýrihópnum um heilsueflandi samfélag,“ segir Eva Jónudóttir, þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar, um bíllausa viku, sem hófst á Seyðisfirði í gær."


Á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að stýrihópur heilsueflandi samfélags hvetji Seyðfirðinga til að taka þátt í bíllausri viku, sem hófst í gær og stendur til 29. apríl. Eva er í forsvari fyrir hópinn. Hún segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á bíllausa viku tvisvar í ár, núna í apríl og svo aftur í október, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið reynt á Seyðisfirði.

„Við gáfum út dagskrá fyrir allt árið í janúar. Í síðustu viku var svo sett frétt á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem við minntum á bíllausu vikuna, auk þess sem sem farið var yfir markmið ársins varðandi heilsueflandi samfélag,“ segir Eva.

„Þessa viku viljum við hvetja fólk til þess að huga að notkun bifreiða sinna, en þá er ekki verið að meina að hafa bílinn í hlaðinu alla vikuna, heldur frekar að skoða hvernig og hvort ekki sé hægt að minnka notkun þeirra. Það er tilvalið að nýta þessa viku til þess að labba í búðina eða rölta og sækja börnin í leikskólann. Það eru ótal góðar ástæður fyrir því að geyma bílinn heima, við minnkum mengun og slit á götum svo ekki sé talað um hreyfinguna, ferska loftið og ánægjuna sem við fáum við útiveruna.“

Allar breytingar taka tíma
Eva segist ekki þora að spá nokkuð til um þátttöku bæjarbúa í átakinu. „Það er erfitt að segja, enda er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert og allar breytingar taka tíma. Ég á ekki von á að göturnar verði bíllausar, en ég vona samt að fólk sjái að þetta er sniðug hugmynd og hugi að því hvort ekki sé hægt að sleppa einhverjum bílferðum,“ segir Eva, en hún og Dagný Erla, samstarfskona hennar í heilsunefndinni, fóru að sjálfsögðu gangandi í vinnuna í morgun.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.