Sundlaug Norðfjarðar framvegis nefnd Stefánslaug

Sundlaug Norðfjarðar verður framvegis nefnd Stefánslaug til heiðurs Stefáns Þorleifssonar sem fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 18. ágúst síðastliðinn.

Þetta samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar og afhentu þeir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundson, bæjarstjóri afmælisbarninu bókunina innrammaða ásamt blómum í tilefni afmælisins.

Samþykktin er svo hljóðandi; „Stefán Þorleifsson hefur í gegnum tíðina verið óþrjótandi baráttumaður fyrir málefnum heimabyggðar sinnar og austfirsks samfélags. Hann veitti Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað forstöðu um árabil og hefur ávalt borið hag þess fyrir brjósti. Þá helgaði hann sig íþrótta- og æskulýðsstarfi, s.s. á vettvangi íþróttafélagsins Þróttar og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Því þykir við hæfi að sundlaugin á Norðfirði verði nefnd eftir honum, enda var hann fyrsti forstöðumaður sundlaugarinnar og forvígismaður að byggingu hennar.“

Aldarafmælinu var svo fagnað í Egilsbúð síðastliðinn laugardag þar sem fjölmenni var og afmælisbarið lék við hvern sinn fingur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.