„Stefán Már var með hjarta úr gulli“

Marta Guðlaug Svavarsdóttir hlaut viðurkenninguna Gullhjartað, hvatningarverðlaun iðnnema, sem veitt voru í fyrsta skipti við brautskráningu nemenda frá Verkmenntaskóla Austurlands síðastliðinn laugardag.Hvatningarverðlaunin eru til minningar um Stefán Má, kennara við Verkmenntaskólann, sem varð bráðkvaddur í mars. Gullhjartað er veitt af frumkvæði eftirlifandi konu hans, Vilborgu Stefánsdóttur.

„Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til iðnnema þar sem ekki er miðað við námsárangur heldur litið til fimm persónulegra eiginleika einstaklinga, þeir þurfa að vera geðgóðir, hjálpsamir, jákvæðir, glaðværir og tillitssamir,“ segir Lilja Guðný Jóhannesdóttir, verkefnastjóri við skólann.

Gullhjartað var hannað og smíðað af þremur kennurnum við skólann, þeim Lilju Guðnýju, Viðari Guðmundssyni og Eyþóri Halldórssyni, í samvinnu við Vilborgu.

„Stefán Már var með hjarta úr gulli. Hann gekk alla leið fyrir nemendurna, var alltaf boðinn og búinn og einstaklur í alla staði, að öllum öðrum ólöstuðum. Missirinn er mikill, bæði fyrir nemendur og kennara, ekki síður nemenda sem hann tengdist svo sterkt.“


Tveir nemendur jafnir með 9,02
Brautskráðir voru 40 nemendur af 11 námsbrautum og við útskriftina var í fyrsta skipti brautskráður nemandi með B réttindi í vélstjórn.

Þau Sigríður Theódóra Sigurðardóttir og Þorvaldur Marteinn Jónsson hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi og voru þau bæði með 9,02 í meðaleinkun.

Gullhjartað 2017

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar