Sprenging í barnsfæðingum í Breiðdalshreppi

Óvenju margar barnsfæðingar verða í Breiðdalshreppi í ár þegar sjö börn fæðast á staðnum.



Frá hausti 2015 og til hausts 2016 er þó von á átta barnsfæðingum, en auk þessara sjö nýbura er ein fjölskylda að flytja á staðinn með barn fætt á þessu ári, en þetta merkir um það bil 34% fjölgun barna 16 ára og yngri í sveitarfélaginu.

Sif Hauksdóttir, skólastjóri grunnskólans á Breiðdalsvík og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála er vissulega himinlifandi með þessa tölfræði;

„Að sjá að unga fólkið vill koma til baka er svo gleðilegt og gefur von um áframhaldandi búsetu og uppbygginu á staðnum“ segir hún.

Ekki er búið að greina ástæðuna fyrir þessari fjölgun, en Björn Hafþór Guðmundsson sem er sérfræðingur IRR hjá sveitarfélaginu hefur ákveðnar skoðanir á því og var fljótur að semja um það eftirfarandi ferskeytlu:

Árangur til þúsund þátta
þrotlaust starf mitt ber;
Bráðum fæðast allt að átta
angar líkir mér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.