Orkumálinn 2024

Sparisjóðirnir eru samofnir við sína heimabyggð

Samfélagsstyrkir Sparisjóðs Austurlands vegna afkomu ársins 2015 voru afhentir í gær.



Styrkveitingin fór fram í kjölfar aðalfundar sjóðsins sem haldinn var í apríl, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki skal sparisjóðurinn ráðstafa að lágmarki 5% af hagnaði liðins árs til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu.

Að þessu sinni valdi stjórin tólf aðila sem hún taldi alla, hvern á sínu sviði, styrkja og efla austfirskt samfélag.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að geta sagt frá því að afkoma sjóðsins og rekstrargrundvöllur hefur verið að styrkjast og framlög til samfélagslegra verkefna þar með einnig. Fjárhæðin sem nú kemur til úthlutunar nemur 1,8 milljónum króna en geta má þess að beinir styrkir vegna afkomu síðustu fjörurra ára nema samtals um 11,6 millj.króna. Þar fyrir utan er töluvert í auglýsingatengdum styrkjum til viðbótar,“ sagði Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri í ræðu sinni.

Vilhjálmur sagði Sparisjóðinn ávallt hafa verið sterkur bakhjarl æskulýðs- og íþróttamála, menningarmála og ýmissa samfélagsverkefna og komið að mörgum góðum málefnum í heimabyggð eftir efnum og ástæðum.

„Sparisjóðirnir eru samofnir við sína heimbyggð, þaðan koma okkar viðskiptavinir, úr okkar nærsamfélagi. Gengi fyrirtækja og atvinna fólksins endurspeglast í okkar gengi og því er sérstaklega ánægjulegt að geta skilað einhverju til baka til samfélagsins, til ykkar sem gerið samfélag okkar sterkara, skemmtilegra og betra fyrir alla íbúa þess með ykkar mikla og oft á tíðum fórnfúsa starfi.“

Þeir aðilar sem hlutu styrki að þessu sinnu eru;

  • Björgunarsveitin Geisli
  • Bryggjuhátíð á Reyðarfirði
  • Ferðafélag Fjarðamanna
  • Franskir dagar
  • Golfklúbbur Norðfjarðar
  • Hestamannafélagið Blær
  • Íþróttafélagið Þróttur
  • Kvennfélagið Nanna mæðrastyrksnefnd
  • Neistaflug
  • Skíðafélag Fjarðabyggðar
  • Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.