Snæfellsstofa fyrsta íslenska byggingin með fullkomna BREEAM-vottun

Snæfellsstofa á Skriðuklaustri var fyrsta byggingin á Íslandi til að sækja um vottun á að hún væri vistvæn. Skjöldur til staðfestingar vottuninni var hengdur upp í sumar.


Þegar ráðist var í byggingu stofunnar 2008 var samþykkt að sækja um að hún feni vistvæna vottun og var ákveðið að styðjast við alþjóðlegan breskan staðal sem kallast BREEAM.

Í tilkynningu segir að vottunin hafi sóst seint þar sem laga þurfti hana að íslenskum aðstæðum en vottunarferlinu lauk í fyrrasumar.

Vottunin gengur í gegnum allt byggingarferlið. Við hönnun eru umhverfisáhrif hennar greind og leitað lausna. Við bygginguna eru gerðar kröfur til verktaka, til dæmis um nýtingu efna og að notað sé slitsterkt hráefni.

Eftir að byggingin er komin í rekstur er haldið grænt bókhald. Þá eru gerðar kröfur til endurvinnslu verði hún rifin.

Í kynningu á staðlinum eru taldir upp ýmsir hvatar af því að byggja vistvænt. Í fyrsta lagi noti byggingariðnaðurinn umtalsvert af hættulegum efnum auk mikillar orku og hráefna. Græna bókhaldið veiti síðan aðhald við orkunotkun og viðhald sem skili sér bæði í meiri endingu og lægri rekstrarkostnaði. Eins á heilnæm bygging að skapa starfsmönnum betra vinnuumhverfi.

Þrjár íslenskar byggingar hafa fengið vottun samkvæmt staðlinum en Snæfellsstofa er sú fyrst og eina sem lokið hefur öllum stigum staðalsins.

Þá eru fleiri byggingar í vottunarferli, til að mynda nýju hjúkrunarheimilin á Eskifirði og Egilsstöðum.

Frá uppsetningu skjaldarins í sumar. Mynd: Þórveig Jóhannsdóttir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.