Skóladagvist fjórða lægst í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð stendur nokkuð vel að vígi miðað við önnur sveitarfélög þegar gjaldskrár varðandi skóladagvistun, hressingu og hádegismat í grunnskólum eru skoðaðar, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám milli áranna 2017 og 2018.


Mikill munur er milli sveitarfélaganna á heildarkostnaði við skóladagvist barna þar foreldrar eru með börn í frístund, hádegismat og síðdegishressingu, en Fjarðabyggð var eina sveitarfélagið á Austurlandi sem var með í könnuninni.

Aðeins fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld en Fjarðabyggð, þar sem heildarkostnaður á mánuði fyrir barn í skóladagvistun, hádegismat og hressingu er 27.846 krónur, en var í fyrra 27.069 krónur og hefur því hækkað um 2,9%.

Heildarkostnaður hefur hækkað hjá 12 sveitarfélögum af 15 milli ára, en mesta hækkunin er í Kópavogi upp á 4,6%, meðan Vestmanneyjabær, Reykjanesbær og Hafnafjarðarkaupsstaður hækka gjöldin ekkert milli ára.

Foreldrar í Garðabæ borga mest, eða 36.484 krónur, en foreldrar í Vestmannaeyjum minnst, eða 24.360, en það er munur upp á 52%.

40% munur á verði á hádegismat
Hádegismatur hækkaði í 11 af 15 sveitarfélögum frá síðasta ári, þar á meðal í Fjarðabyggð, þar sem hann kostar nú 450 krónur og hefur hækkað um 3,4% frá því í fyrra.

Mesta hækkunin var hjá Reykjavíkurborg þar sem hádegismatur hækkar um 8%, úr 441 krónum í 476 krónur. Dýrasti maturinn er á Ísafirði, eða 550 krónur en sá ódýrasti í Sveitarfélaginu Árborg en þar kostar máltíðin 359 krónur, en verðmunurinn er 40%.

Fjarðarbyggð með lægstu systkinaafslættina
Systkinaafslættir geta skipt sköpum fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn þar sem kostnaður heimilisins við frístund og mat í skóla verið ansi hár.
Þar vermir Fjarðabyggð hins vegar botnsætið og býður aðeins 25% afslátt fyrir annað barn og 50% fyrir þriðja.

Flest sveitarfélögin, eða tíu af fimmtán, bjóða upp á 50% afslátt fyrir annað barn og átta af fimmtán bjóða upp á 75% afslátt fyrir annað barn. Reykjavík er með hæstu afslættina í heildina litið eða 75% afslátt fyrir annað barn og 100% afslátt fyrir þriðja barn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.