Orkumálinn 2024

Sjúkrabíll í fjögurra bíla árekstri

Enginn slasaðist þegar sjúkrabíll frá Slökkviliði Fjarðabyggðar lenti í fjögurra bíla árekstri í botni Reyðarfjarðar á föstudag. Blint var út af kófi og krapi og hálka var á vegum.


„Það eru áhyggjuefni að sjúkrabílar, sem eru vel búnir, lendi í svona óhöppum þannig við erum að skoða málið,“ segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.

Sjúkrabíllinn var að koma frá Egilsstöðum eftir að hafa farið með sjúkling í flug. Þegar hann er kominn niður úr Skriðunum undir Grænafelli lendir hann á afturhorni lítillar rútu sem var kyrrstæð á hans vegahelmingi.

Þaðan lendir hann á tveimur fólksbílum sem eru nánast kyrrstæðir á hinum vegarhelmingnum.

„Það eru í raun kyrrstæðir eða bílar á lítilli ferð báðum megin á akbrautinni. Hann sér þá ekki í tíma og reynir að komast á milli þeirra en lendir utan í þeim,“ segir Guðmundur.

Sjúkrabíllinn er óökuhæfur eftir óhappið þar sem framhjól brotnaði undan honum þegar hann lenti á seinni fólksbílnum. Sá skemmdist einnig nokkuð. Rútan og fremri fólksbíllinn skemmdust lítið.

Fljúgandi hálka virðist hafa verið á Reyðarfirði um þetta leyti en klukkutíma síðar varð bílvelta inni í þéttbýlinu. Engin slys urðu þar heldur á fólki.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.