Orkumálinn 2024

Símafyrirtækin efla 4G þjónustu sína á Austfjörðum

Síminn og Nova hafa að undanförnu styrkt 4G háhraðanet sitt á Austfjörðum. Nova bætti nýverið við sendum á Egilsstöðum og Eskifirði en Síminn á Vopnafirði og Borgarfirði eystra.


Sendar Nova á Egilsstöðum og Eskifirði er sá nýjasti af þessum þremur. Í tilkynningu frá félaginu segir að starfsmenn þess hlakki til að geta þjónustað viðskiptavini sína í landshlutanum með stórbættri tengingu. Þar með nái 4G kerfi Nova til 95% landsmanna.

Fyrr í vetur setti síminn upp 4G senda á Vopnafirði og Borgarfirði.

„4G kerfi Símans er komið upp á fjölmennustu stöðunum og vinsælustu ferðamannasvæðum landsins. Við hjá Símanum ætlum þó að gera betur og stefnum að því að ná til 93,5% landsmanna í lok árs,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans en áætlað er að 4G kerfi Símans nái nú til um 90% landsmanna.

Notkun gagna í farsímasamskiptum hefur aukist verulega á síðustu árum og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.