Sigmundur leiðir Miðflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Átta aðrir Austfirðingar eru á listanum.

Sigmundur hafði áður leitt lista Framsóknarflokksins í kjördæminu í kosningunum 2013 og 2016 en hann sagði skilið við flokkinn í haust og stofnaði þá Miðflokkinn.

Utan Sigmundar er Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, millistjórnandi hjá Fjarðaáli efst Austfirðinga á listanum en hún skipar fimmta sætið. Sjö aðrir Austfirðingar eru á listanum.

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Fljótsdalshéraði
2. Anna Kolbrún Árnadóttir, menntunarfræðingur, Akureyri
3. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Norðurþingi
4. Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi, Eyjafjarðarsveit
5. Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, millistjórnandi hjá Fjarðaáli, Fjarðabyggð
6. Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri
7. Sigurður Valdimar Olgeirsson, leiðtogi Fjarðaáli, Fjarðabyggð
8. Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri Fljótsdalshéraði
9. Magnea María Jónudóttir, nemi Fjarðabyggð
10. Regína Helgadóttir, bókari Akureyri
11. Ragnar Jónsson sölumaður, Eyjafjarðarsveit
12. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
13. Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri Fljótsdalshéraði
14. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, lífeyrisþegi, Akureyri
15. Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi, Fljótsdalshéraði
16. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Norðurþingi
17. Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi, Eyjafjarðarsveit
18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki, Fjarðabyggð
19. Aðalbjörn Arnarsson, framkvæmdastjóri, Langanesbyggð
20. Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.