Orkumálinn 2024

Semur við elsta og stærsta forlag Danmerkur

Samið hefur verið um útgáfurétt á Millulendingu, fyrstu skáldsögu Fellbæingsins Jónasar Reynis Gunnarssonar, við Gyldendal, stærsta og elsta forlag Danmerkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem forlag Jónasar, Partus, sendi frá sér í dag. Áður hefur verið staðfest að bókin komi út á ensku á næsta ári.

Í Millilendingu segir frá hinni 22ja ára gömlu Maríu sem ætlar að stoppa á Íslandi í einn sólarhring til að sinna einu litlu erindi á leið sinni frá Brighton til Kaupmannahafnar.

Jónas vakti athygli þegar hann gaf út þrjár bækur í októbermánuði, Millilendingu og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip.

„Ég var búinn að áforma tvær útgáfur, ljóðabókina Leiðarvísir um þorp og skáldsöguna. Ljóðabókin átti að koma út í sumar en tafðist.

Á sama tíma skrifaði ég handritið að Stórum olíuskipum og sendi inn í samkeppnina. Síðan fékk ég samtal um að það hefði unnið og þá varð bókin að koma út. Hún er því dálítið slysabarn en ég er mjög glaður yfir að hún skyldi koma út.

Það eru margir sem hafa talað um að ég gæfi út þrjár bækur á einum mánuði en ég hef ekki pælt mikið í því,“ segir Jónas í samtali við jólablað Austurgluggans sem kemur út í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.