Rýmingin stendur fram yfir hádegi

Rýming vegna hættu á snjóflóðum úr Strandartindi við sunnanverðan Seyðisfjörð verður í gildi fram yfir hádegi en byggingar á tveimur reitum þar voru rýmdar í gærkvöldi. Áframhaldið verður metið í samráði við Veðurstofuna.

Í gær féllu svokölluð vot flóð úr tindinum og eitt þeirra fór yfir veginn sem liggur út með firðingum. Hláka er á svæðinu og í gærkvöldi var spáð talsverðri rigningu.

Í ljósi þeirra aðstæðna var ákveðið að rýma reit 4 og 6 undir tindinum en á honum standa iðnaðarhús og verbúð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi bætti í rigninguna í morgun og verður ákvörðunin um rýminguna ekki endurskoðuð fyrr en eftir hádegi. Ekki er þó vitað til þess að fleiri flóð hafi fallið á svæðinu.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að flóð hafi fallið í Norðfirði undanfarna daga, úr Bræðslugjám á sunnudag og í Hólmgerðarfjalli við Oddsskarð í gærmorgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.