Orkumálinn 2024

Ormsteiti í síðasta sinn í sumar?

Til stendur að hvíla héraðshátíðina Ormsteiti á Fljótsdalshéraði í óákveðinn tíma og taka upp nýtt fyrirkomulag eftir þetta ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar dvínandi áhuga á undanförnum árum.

Þetta er niðurstaða bæjarstjórnar en hún byggir á tillögum starfshóps sem skipaður var um framtíð Ormsteitis síðasta haust.

Fyrir árið 2019 verður auglýst eftir aðilum sem vilja standa fyrir hátíð eða viðburði á Fljótsdalshéraði sem höfði til allra íbúa sveitarfélagsins, á hvaða aldri sem þeir eru. Með þessu er vonast eftir að fá fram „nýjar og áhugaverðar hugmyndir sem og frumkvæði einstaklinga eða félagasamtaka.“

Ormsteiti verður hins vegar haldið með óbreyttu sniði í ár enda taldi bæjarstjórn undirbúning ársins vera fulllangt á veg kominn til að breyta strax.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar sagði Guðmundur Sveinsson Kröyer, formaður atvinnunefndar, að áhugi íbúa á Ormsteiti hefði minnkað.

„Mönnum fannst þetta vera orðið þreytt og lítill áhugi meðal íbúa. Framkvæmdastjóri Ormsteitis í fyrra sagði að erfiðlega hefði gengið að ná sambandi við íbúana úti í hverfunum og virkja þá til einhvers konar þátttöku.“

Hann sagði að stjórn sem vera ætti utan um Ormsteiti hefði ekki verið virk. Verkefnum hátíðarinnar hefði í vaxandi mæli verið ýtt í áttina að starfsmönnum sveitarfélagsins en Guðmundur sagði það ekki vera hugsun bæjarstjórnar að auka álagið á þeim með að sjá um hátíðir á sumrin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.