Ók öfugu megin við blindhæðarskilti

Lögreglan á Austurlandi hafði um helgina afskipti af erlendum ökumanni sem var ekki með íslenskar umferðarreglur á hreinu. Sá hafði misskilið þýðingu örvanna á skiltunum sem marka akreinar á blindhæðum.

Sagt er frá því á Facebook-síðu lögreglunnar að afskipti hafi verið höfð af erlendum ökumanni sem ekið hafi utan í merkið.

Mesta athygli vakti að bifreið hans var skemmd á hægri hlið en ekki þeirri vinstri. Þegar lögregla ræddi við ökumanninn kom í ljós að hann hafði talið örina vísa á þann hluta vegarins sem hætta væri á umferð kæmi á móti. Þar af leiðandi var hann búinn að aka vitlausu megin við blindhæðarmerki alla Íslandsförina.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta sé eitt skýrasta dæmið um að kunnáttu sumra ferðamanna á íslenskum umferðarlögum sé mjög ábótavant.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.