Nýtt framboð í Djúpavogshreppi

Nýtt framboð, Lifandi samfélag, hefur verið kynnt til sögunnar í Djúpavogshreppi. Á listanum eru fulltrúar af báðum framboðunum sem sæti eiga í sveitarstjórn.

Í framvarðarsveit listans eru meðal annars Þorbjörg Sandholt, sem situr í núverandi sveitarstjórn fyrir Framfaralistann og Kári Snær Valtingojer sem situr fyrir Óskalistann. Þar er einnig að finna Gauta Jóhannesson, sveitarstjóra.

Meðal stefnumála listans er opnari stjórnsýsla, meðal annars með að birta fylgiskjöl með fundargerðum, viðbygging við skólann eigi síðar en 2020, fylgja eftir baráttunni fyrir heilsársvegi yfir Öxi og hefja skoðun á kostum og göllum þeirra kosta sem boði eru til sameiningar til að íbúar geti sem fyrst kosið um sameiningu.

Ekki hefur verið gengið frá endanlegri skipan í sæti á listanum en á honum verða:

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri
Þorbjörg Sandholt, aðstoðarskólastjóri
Berglind Häsler, bóndi
Kári Snær Valtingojer, rekstrarrafiðnfræðingur
Kristján Ingimarsson, fiskeldisfræðingur
Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi
Þórir Stefánsson, hótelstjóri
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, grunnskólakennari
Guðný Gréta Eyþórsdóttir, bóndi
Elísabet Guðmundsdóttir, kaupkona

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.