Nýr Aðalsteinn Jónsson verður stærsta fiskiskip Íslendinga

Eskja hefur keypt norska uppsjávarveiðiskipið Libas sem verða mun nýr Aðalsteinn Jónsson. Kaupin eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem reisir nýtt uppsjávarfrystihús.


„Skipið verður notað til að afla hráefnis í nýju vinnsluna og veiða kolmunna. Eskja hefur yfir að ráða töluverðum heimildum í kolmunna og við þurfum stórt og öflugt skip til að veiða þann kvóta,“ segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju.

Þegar framkvæmdir hófust við nýtt uppsjávarfrystihús var um leið tilkynnt að flaggskip Eskju, Aðalsteinn Jónsson, yrði endurnýjað.

Libas er í eigu Liegruppen með heimahöfn í Björgvin. Það er smíðað árið 2004 af Fitjar Mekaniske Vertsted en hannað af Wärtsilä eins og fleiri austfirsk skip.

Það er 94 metra langt, 17,6 metrar að breidd og ber 2300 rúmmetra. Í ágripi á heimasíðu Liegruppen segir að það sé hannað fyrir framtíðina og sé ekki bara framúrskarandi fiskveiðiskip heldur henti það einnig til rannsókna á hafi úti.

Stefnt er að skipið verði afhent Eskju 1. nóvember ef allt gengur að óskum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.