Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu misþyrmingu og dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal í byrjun mánaðarins. Stofnunin telur dýrinu hafa verið misþyrmt með vítagerðum hætti.


Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í krufningarskýrslu komi fram að lambið hafi hlotið mikla áverka áður en það var aflífað.

Lögregla var kölluð á staðinn eftir að bændur urðu varir við furðulegan eltingaleik. Ferðamennirnir voru sektaðir fyrir athæfi sitt og greiddu bónda það tjón sem þeir höfðu valdið.

En málinu var ekki þar með lokið. Í tilkynningu MAST er vísað í grein í lögum um velferð dýra þar sem segir að Matvælastofnun meti hvort brotum á lögunum sé vísað til lögreglu eða lokið með stjórnvaldssekt stofnunarinnar.

MAST beri skylda til að vísa meiri háttar brotum til lögreglu. Það teljist brot sem framin séu með sérlega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auki mjög á samnæmi brotsins,.

Málið er til meðferðar hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.