Orkumálinn 2024

Mikil dagskrá í Fjarðabyggð alla helgina þegar Norðfjarðargöng verða opnuð

„Göngin hafa gríðarlega þýðingu fyrir Fjarðabyggð sem og allt Austurland. Þessi nýju göng eru stórt skref í að gera Austurland allt í einu atvinnu- og þjónustusvæði. Íbúar eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir morgundeginum, enda hafa men beðið lengi eftir þessum degi,“ segir Þórður Vilberg Guðmundsson upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar.

Eftir langa bið verða Norðfjarðargöng vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 11. Nóvember. Af því tilefni verður mikið um að vera í Fjarðabyggð alla helgina og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Seinnipart föstudags hefjast hátíðarhöldin á Ganga-hlaupi Þróttar og Austra, þar sem íþróttafélögin bjóða íbúum að ganga, skokka, hlaupa eða hjóla í gegnum göngin. Mugison heldur tónleika í Beituskúrnum í Neskaupstað á föstudagskvöldið og Blakveisla verður í íþróttahúsinu í Neskaupsstað alla helgina.

Laugardagurinn hefst síðan með fjölskyldudagskrá á Eskifirði kl. 10:00, þar sem boðið verður meðal annars upp á andlitsmálun og Íþróttaálfurinn mætir á svæðið. Klukkan 12:00 verður 2. Umferð í mótaröð Glímusambands Íslands á Reyðarfirði.

Vígsluathöfnin hefst kl. 13:30 við gangamunann á Eskifirði. Þar mun Hreinn Haraldsson vegamálastjóri taka fyrstur til máls, kór Reyðarfjarðarkirkju flytur tvö lög, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar ávarpar gesti og að lokum mun Hreinn Haraldsson afhenda Jóni Gunnarssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra göngin og klippt verður á vígsluborðann.

Stórtónleikar verða í Egilsbúð eftir vígsluna þar sem SúEllen flytur lög sín ásamt gestum, Síldarvinnslan býður upp á flugeldasýningu í Neskaupstað kl. 19:00 og Jónsi í Svörtum fötum verður ásamt hljómsveit á dansleik í Egilsbúð um kvöldið.

Á sunnudeginum verður frumsýning á sýningunni Háski: Fjöllin rumska, í Egilsbúð og Mezzaforte verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði um kvöldið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.