Mikil ánægja meðal fjarnema við ME

97% fjarnema við Menntaskólann á Egilsstöðum lýsa yfir ánægju sinni með námið í kennslukönnun skólans fyrir nýliðna haustönn. Spannafyrirkomulagið er það sem nemendurnir lýsa mestri ánægju með.

Um 51% segja fjarnámið vera mjög gott og 46% gott. Ánægja með fjarnámið hefur aukist þó nokkuð frá árinu 2013 enda hefur nokkur áhersla verið lögð á það.

Spannakerfið er það sem flestir nefna þegar þeir eru spurðir að því hvað sé það besta við fjarnámið. Spurt var að því í opinni spurningu og vísaði helmingur svara til spannanna.

Hverri önn er skipt upp í tvær spannir og er þá lögð mikil áhersla á ákveðin fög á stuttum tíma.

Fjarnemarnir hafa fleira gott um námið að segja. Svartími og endurgjöf kennara þykir almennt góð, 89% eru sammála því að skipulag kennslunnar sé gott og námsgögnin þykja góð.

Álagið er nokkuð í náminu en flestir telja það hæfilegt. Konur eru 75% þeirra sem svöruðu kennslukönnuninni og flestir eru í einum áfanga. 254 fjarnemar voru í ME á haustönn og var svarhlutfallið 54%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.