Miðflokkurinn staðfestir lista í Fjarðabyggð

Rúnar Már Gunnarsson þjónustustjóri í Neskaupstað leiðir lista Miðflokksins í Fjarðabyggð og Lára Elísabet Eiríksdóttir framkvæmdastjóri á Eskifirði verður í öðru sæti.

Listi flokksins var samþykktur á deildarfundi í gærkvöldi en rúm vika er síðan deild flokksins í Fjarðabyggð var stofnuð.

Listinn er nýr í sveitarfélaginu og því ljóst að í fyrsta sinn frá 2006 bjóða fram fjögur framboð í sveitarfélaginu.

Listinn í heild sinni:

1. Rúnar Már Gunnarsson, þjónustustjóri, Neskaupstað
2. Lára Elísabet Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri, Eskifirði
3. Guðmundur Þorgrímsson, framkvæmdastjóri, Fáskrúðsfirði
4. Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, álversstarfsmaður, Fáskrúðsfirði
5. Alma Sigríðar Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur, Reyðarfirði
6. Árni Björn Guðmundsson, Breiðdalsvík
7. Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi, Reyðarfirði
8. Sindri Már Smárason, álversstarfsmaður, Fáskrúðsfirði
9. Guðrún Stefánsdóttir, Eskifirði
10. Hjalti Valgeirsson, nemi, Reyðarfirði
11. Magnea María Jónudóttir, nemi, Fáskrúðsfirði
12. Helgi Freyr Ólason, sjómaður, Neskaupstað
13. María Björk Stefánsdóttir, starfsmaður Loðnuvinnslunnar, Fáskrúðsfirði
14. Sigurður Valdimar Olgeirsson, stóriðjutæknir, Eskifirði
15. Bergþóra Ósk Arnarsdóttir, Breiðdalsvík
16. Hjálmar Heimisson, sjómaður, Fáskrúðsfirði
17. Hörður Ólafur Sigmundsson, bílstjóri, Fáskrúðsfirði
18. Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Eskifirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.