Margt líkt milli landa en annað ólíkt

„Við eigum mikla samleið með þessum nágrönnum okkar og það er mikil orka í loftinu um að tengjast betur og fólk er sammála um að miklir möguleikar felist í samstarfi,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú en hún ásamt og Katrínu Jónsdóttur, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Djúpavogi, tóku þátt í samnorræna verkefni Start fyrir sutttu.



Verkefninu Start, sem unnið var í Nuuk á Grænlandi, er ætlað að efla og þróa þjónustu við frumkvöðla í fámennum byggðum. Verkefnið er styrkt af Nora-sjóðnum og sett af stað af Klakksvik Iverksetarahus í samstarfi við Sermersooq Business Council i Nuuk, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

„Þetta var fyrsta vinnustofan af tveimur í þessu tveggja ára verkefni og verður sú seinni annaðhvort í Færeyjum eða Íslandi að ári. Þetta var mjög áhugavert og alltaf mjög gott að mynda tengslanet í sínum nágrannalöndum, það er margt líkt milli landa en annað mjög ólíkt. Það voru danskir ráðgjafar Karlbak í Århus sem stýrðu vinnunni og þessi fyrsti hluti snéri helst að því að þátttakendur voru að miðla stöðunni eins og hún er í þeirra heimalandi og góðum hugmyndum og aðferðum til hvers annars sem hafa virkað vel á hverju svæði,“ segir Lára.

Hvert land vinnur á sínum forsendum
Lára segir að hugmyndin sé að hvert land móti sitt verkefni á sínum forsendum en hafi einnig tækifæri til að leita í smiðju ráðgjafanna og hvers annars milli vinnustofa með nútímatækni. „Við ætlum að einbeita okkur að þróun þjónustu við skapandi greinar og einnig því hvernig við veitum frumkvöðlum og sprotum betri þjónustu gegnum frumkvöðlasetrin á Austurlandi. Grænland og Færeyjar eru meira að einbeita sér að byggðaverkefnum sem svipar til verkefnisins Brothættra byggða hér, sem og þróun þjónustu við einyrkja í byggð sem stendur mjög höllum fæti á þeirra svæði.“

Mikil orka í loftinu
Aðspurð hvað Láru hafi þótt eftirtektarverðast eftir vinnustofuna segir hún: „Okkur fannst athyglisvert hvað Færeyingar og Grænlendingar leggja mikla áherslu á frumkvöðlamennt í grunnskólunum og atvinnuþróunarfélögin koma að þeirri vinnu með skólunum með þátttöku í stórum Evrópuverkefnum. Einnig fannst mér frábær hugmynd að Færeyingar skipulögðu viðburð í Kaupmannahöfn þar sem þeir buðu færeyskum háskólanemum þar í borg að koma og þróa hugmyndir sínar og skapa tengslanet. Þar skapaðist mikill áhugi og umræða um möguleikana heima en það er góð leið til að laða unga fólkið heim eftir nám.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.