Maður fórst í eldsvoða á Héraði

Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á Fljótsdalshéraði í gær. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hinn látna.

Slökkvilið var kallað að bænum rétt fyrir hádegi í gær. Íbúðarhúsið var þá alelda og fannst maðurinn þar látinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi þarf kennslanefnd ríkislögreglustjóra að staðfesta hver maðurinn er en miklar líkur eru taldar á að hann sé íbúi hússins. Árangurslaus leit var gerð að honum í gær.

Ekki er á þessari stundu hægt að upplýsa um nafn mannsins.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór austur og rannsakar vettvang brunans ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.