Lokið við uppsetningu Ljósnets í Neskaupstað

Míla lauk nýverið við uppsetningu Ljósnets til þeirra heimila í Neskaupstað sem ekki þegar voru komin með tengingu. Þar með eru allir þéttbýlisstaðir í Fjarðabyggð að fullu orðnir Ljósnetstengdir.


Ljósnet er tenging sem byggir á svokallaðri VDSL-tækni. Ljósleiðari er tengdur alla leið í götuskáp/símstöð í nágrenni við heimilin og þar er settur upp búnaður sem tryggir hraða um koparendann, sem notaður er síðasta spölinn inn til notanda.

Hraðinn sem fæst með Ljósneti í Neskaupstað nægir auðveldlega fyrir 2-3 háskerpu sjónvörp, til að vafra á netinu, spila tölvuleiki yfir netið, hlusta á tónlist og horfa á sjónvarpsveitur, allt á sama tíma, án truflana.

Fyrir nokkrum árum var settur upp VDSL búnaður í símstöðvum á öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Sumstaðar dugir þessi búnaður til að þjóna öllum heimilum á staðnum, en þar sem vegalengdir frá símstöð til heimila eru of miklar, eru settir upp götuskápar fyrir VDSL búnaðinn og þjóna þeir hlutverki símstöðvar fyrir heimilin í nágrenni við hann. Misjafnt er hversu marga skápa þarf að setja upp til að ná til allra heimila.

Nú þegar hefur Míla klárað að ljósnetsvæða marga þéttbýlisstaði víðsvegar um landið og er stefnt á að því verkefni verði lokið að mestu fyrir lok þessa árs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.