Orkumálinn 2024

Eftirlit með ferðum yfir fjöllin: Ferðamenn taka því rólega á Skjöldólfsstöðum

Björgunarsveitin Jökull hafði um klukkan tvö snúið við um 80 bílum sem vanbúnir eru til vetraraksturs og ætluðu sér á Möðrudalsöræfi. Flestir bíða af sér veðrið á Skjöldólfsstöðum.


„Það er eiginlega fullt hús,“ segir Ólafía Sigmarsdóttir, staðarhaldari á Skjöldólfsstöðum en þar bíða á annað hundrað manns úr 50-60 bílum.

Vegagerðin kallaði til Björgunarsveitina í morgun sem setti upp vaktstöð við Skjöldólfsstaði. „Við höfum verið með þennan samning við Vegagerðina í tvö ár og þetta er í fyrsta skipti sem samstarfið virkar eins og það á að virka. Við náðum að stoppa alla tímanlega niðri. Þetta var glæsileg samvinna og Vegagerðin á hrós skilið,“ segir Sigmar Daði Viðarsson, formaður sveitarinnar.

Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar er þæfingur á Möðrudalsöræfum og skafrenningur. Bílar sem teljast vanbúnir til vetraraksturs, á sumardekkjum eða einu drifi, eru stöðvaðir en öðrum leyft að halda áfram.

Til stendur að fara með bílalest í fylgd moksturstækja yfir fjöllin um klukkan þrjú en einnig er lokað við Mývatn og Vopnafjarðarheiði.

Mynd af Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Jökuls.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.