Litlu munaði að kviknaði í gufubaðinu

Gufubaðsklefi Íþróttahússins á Seyðisfirði er ónothæfur eftir að of í honum ofhitnaði í gær. Litlu máttu muna að eldur kæmi upp í klefanum og breiddist út.

„Forstöðukonan hringdi og sagði að loftræstikerfið hefði slegið út og hún fyndi skrýtna lykt,“ segir Kristján Kristjánsson forstöðumaður áhaldahúss Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Kyndiofn í gufubaðinu hætti ekki að hitna og þegar starfsmenn bæjarins komu á staðinn var timbrið umhverfis hann orðið kolsvart og byrjað að rjúka úr því. „Það má segja að starfsmenn áhaldahússins hafi komið á hárréttu augnabliki. Það var sekúnduspursmál um hvenær hefði farið að loga í,“ segir Kristján og bætir við kátur: „Ég er slökkviliðsmaður þannig það gat ekki hist á betur.“

Starfsmennirnir sprautuðu á ofninn til að kæla hann niður og fullvissuðu sig svo um að hitinn hefði ekki náð að teygja sig lengra með að rífa niður þakið í klefanum.

Ekki er vitað hve lengi gufubaðið verður ónothæft og Sundhöllin er lokuð til 7. mars vegna endurbóta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.