Orkumálinn 2024

Leynist framúrskarandi menningarverkefni á Austurlandi?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2017, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Markmið hennar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.



Að verkefninu standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík og umsækjendur geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð utan höfuðborgarsvæðisins.

Af umsækjendum verða sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann og af þeim hljóta þrjú verkefni tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina 2017, en henni fylgja 2.000.000 kr. peningaverðlaun. Öðrum tilnefningum fylgja einnig peningaverðlaun.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. janúar 2017. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur, þar með talinn listi yfir nauðsynleg fylgigögn umsókna má nálgast á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin


Eliza Reid tekur við af Dorrit Moussaieff

Eliza Reid forsetafrú hefur tekið við hlutverki verndara Eyrarrósarinnar af Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú. Eliza mun afhenda Eyrarrósina 2017 við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð í febrúar næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.