Orkumálinn 2024

Kvartað undan málningarbragði af flatbrauðinu: Bætum öllum sem hafa samband

Fjölmargir viðskiptavinir Fellabakarís eru óánægðir með flatbrauð fyrirtækisins sem þeir segja eiga það til að bera málningarbragð. Bakaríið heitir úrbótum og sárabótum handa þeim sem fá skemmt brauð.


Óánægðir viðskiptavinir létu heyra í sér á Facebook-síðu bakarísins nýverið þar sem þeir kvörtuðu yfir að jafnvel nýlegt brauð bragðaðist eins og málning.

Leifur Þorkelsson, fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, staðfesti að ábendingar hefðu borist um lykt af brauðinu.

„Eitthvað sem hefur verið lýst sem acetone-lykt gýs upp þegar umbúðirnar eru opnaðar. Þetta virðist gerast endrum og eins og við vitum ekki hverju er um að kenna,“ sagði Leifur. Málið er þó ekki til neinnar sérstakar meðferðar hjá eftirlitinu.


Björgvin Kristjánsson, bakari, segir jarðvegsgerla í mjölinu sem notað er í brauðið fara af stað eftir bakstur. Til standi að kaupa nýjan brennara þannig steikingin verði jafnari.

„Vonandi dugar það. Því að ekki yrði fólk hrifið ef þarf að breyta vinnsluaðferðinni því hún er hluti af því að brauðið er svona gott.“

Hann segir bakaríið tilbúið að bæta viðskiptavinum tjónið. „Við bætum öllum sem hafa samband við bakaríið. Með nýju flatbrauði, kökum og brauði.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.