Krefst þess að fá skýrslu um legu Hringvegarins á Austurlandi

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi hefur farið fram á að skýrsla sem Vegagerðin vann um legu þjóðvegar 1 um firði verði gerð opinber.


Einar lýsti því yfir á þingi í vor að hann myndi krefjast þess að fá skýrsluna á grundvelli upplýsingalaga og birta hana opinberlega ef hún yrði afhent.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segist Einar enn engin viðbrögð hafa fengið við beiðni sinni og muni hann því ítreka hana.

Skýrslan fjallar um hvort betra sé að Hringvegurinn liggi um Breiðdalsheiði, eins og hann gerir í dag, eða Suðurfjarðaveg. Vegagerðin vann hana að beiðni innanríkisráðherra en hún hefur ekki fengist birt opinberlega á þeim forsendum að hún sé enn einungis vinnuplagg.

Einar bar fram fyrirspurninga á Alþingi eftir að hafa fengið ábendingu frá Austfirðingi sem óskað hefði eftir að sjá skýrsluna en verið synjað um það. „Þarna er án efa um að ræða viðkvæmt plagg, enda skiptir þetta Austfirðingum í tvær fylkingar.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.