Kortér að slökkva eldinn í álverinu

Skamma stund tók að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Litlar skemmdir urðu og engin hætta á ferðum fyrir starfsfólk.

Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í nótt út frá glussaleka í tæki í steypuskálanum.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, segir starfsmenn hafa brugðist hárrétt við og í raun verið búnir að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom á staðinn og kláraði verkið.

Eldurinn hafi þar með aðeins logað í 10-15 mínútur. Engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn.

Verið er að meta skemmdir á búnaðinum en þær virðast minniháttar og áhrifin á framleiðsluna eru engin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.