Innleiðing Cittaslow í Djúpavogsskóla hlýtur styrk frá Erasmus+

Erasmus+ hefur veitt Djúpavogsskóla drjúgan styrk til innleiingar Cittalow í skólastarf í samstarfi við grunn- og leikskóla í Orvieto á Ítalíu. Styrkurinn var veittur og nemur allt að 9,6 milljónum íslenskra króna.

Innleiðing Cittaslow í Djúpavogsskóla hófst um síðustu áramót að tilstuðlan Bryndísar Skúladóttur leikskólakennara og landvarðar, sem varð verkefnastjóri yfir verkefninu. Hugmyndin er að innleiðingin nái yfir 2,5 ár.

Áður hefur innleiðing Cittaslow í Djúpavogsskóla hlotið 2,1 miljóna styrk úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verkefnið hefur því fengið góðar undirtektir.

Markmið Cittaslow í skólastarfi er að ala upp meðvitaða og ábyrgra borgara í þar sem virðing fyrir fólki, staðbundinni menningu, sterkri umhverfisvitund og sjálfbærni er í heiðri höfð.

Cittaslow-hreyfingarin gengur útá að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum viðnám og heiðra þess í stað sérstöðu, vitund og sjálfbærni. Lögð er áhersla á verndun náttúru og menningarminja, fegrun umhverfis, umhverfisgæði, notkun á nýjustu tækni í þágu samfélagsins, eflingu staðbundinnar matarmenningar og framleiðslu, öryggi og aðgengi, sem og gestrisni, kurteisi og vinsamlegt viðmót.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.