Orkumálinn 2024

„Hún var mjög glöð og fannst mikið til koma að fá þetta“

„Hún var mjög glöð og fannst mikið til koma að fá þetta. Bræðrum hennar auðvitað ekki síður, þar sem þessi viðurkenning er einungis veitt einu sinni á ári,“ segir Hildur Bergsdóttir, móðir Teklu Tíbrá 4 ára göngugarps.

 


Nýverið veitti Ferðafélag Fljótsdalshérað Teklu Tíbrá viðurkenningu sem veitt er í lok hvers sumar. Hún er yngst til að labba Víknaslóðir og þar af leiðandi yngst til að hljóta þessa viðurkenningu.

Viðurkenningin komin upp á vegg í stofunni

„Fyrir Teklu Tíbrá var í raun meiri upplifun að labba leiðina, sofa í skála og fá heitt kakó á kvöldin þar sem hún er bara 4 ára. Fyrir okkur snýst þetta auðvitað meira um ferðina en viðurkenninguna þó hún hafi verið alveg frábær. Tekla Tíbrá var mjög kát með þetta og viðurkenningin komin upp á vegg í stofunni. Hún heldur einnig mikið upp á blómin sem ég hef enn ekki fengið að henda,“ segir Hildur.

Allir unnu eitthvað

„Það var mikil spenna þessa kvöldstund þar sem draga átti úr kortum þeirra sem höfðu gengið Perlur Austurlands. Við áttum auðvitað öll kort þar svo líkurnar voru með okkur. Ég vissi svo sem að það átti að gera eitthvað skemmtilegt fyrir Teklu þar sem ég var spurð sérstaklega að því hvort hún kæmi ekki með mér á þessa athöfn. En ég vissi ekki að það væri þessi viðurkenning. Krakkarnir unnu einnig fyrir kortin sín svo þetta var frábær kvöldstund!“ segir Hildur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.