Hringvegurinn liggi framvegis um firði

Samgönguráðherra hefur ákveðið að Hringvegur 1 liggi framvegis um firði í stað Breiðdalsheiði. Hann telur einnig að nýr vegur yfir Öxi eigi að vera forgangsmál.

Ráðherrann tilkynnti ákvörðun sína á þingi Sambands austfirskra sveitarfélaga sem haldið er á Breiðdalsvík í dag og á morgun.

Við þetta lengist Hringvegurinn um 10 km en á móti dettur út 24 km malarkafli úr botni Skriðdals yfir í Breiðdal.

Vegagerðin vann úttekt á kostum þess færa vegnúmerið. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að farið hafi verið að ráðum Vegagerðarinnar.

Ráðherrann sagði við sama tækifæri að uppbyggður heilsársvegur yfir Öxi væri að hans mati forgangsmál. Þá kynnti hann skipan starfshóps sem á að fara yfir jarðgangakosti til Seyðisfjarðar, annars vegar milli Seyðisfjarðar og Héraðs eða hins vegar tengingu Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar með göngum milli Fagradals og Mjóafjarðar.

Jón sagði að það væri skoðun sín að þetta yrði næsta jarðgangaframkvæmd að loknum Dýrafjarðargöngum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.