„Hlakka til að gefa til baka í mínu starfi“

„Starfið leggst ákaflega vel í mig, enda hefur verið skemmtilegt að sinna því undanfarið ár. Það er fjölbreytt og lifandi, kannski svolítið í mínum anda,“ segir Erla Björk Jónsdóttir sem skipaður hefur verið héraðsprestur Austurlandsprófastsdæmis.



Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Erlu Björk Jónsdóttur í embætti héraðsprests Austurlandsprófastsdæmis, en hún hefur gengt því starfi í fjarveru séra Davíðs Þórs Jónssonar, fyrst í hans fæðingarorlofi og svo eftir að hann tók við starfi sóknarprests Laugarneskirkju í haust.

Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prófastsdæmisins. Tveir umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 15. janúar næstkomandi. Erla Björk útskrifaðist með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hlýtur prestvígslu sína í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag.


Okkur var tekið opnum örmum“

Hvernig leggst starfið í hana? „Ég og dætur mínar búum að ákaflega jákvæðri reynslu af því ađ búa hér á Austurlandi. Okkur var tekið opnum örmum af samfélaginu og við höfum aðlagast nýjum aðstæðum mjög vel einmitt þess vegna. Nú hlakka ég til að gefa til baka í mínu starfi. Halda áfram að njóta þess að vera hér og hafa á stelpurnar mínar dafna og þroskast í góðu umhverfi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.