Orkumálinn 2024

„Hér eru sterk tengsl milli manns og náttúru“

„Mér fannst þetta borðleggjandi þema á ráðstefnu, en hér eru svo sterk tengsl milli manns og náttúru,“ segir Unnur B. Karlsdóttir, verkefnastjóri Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, um ráðstefnuna Með öræfin í bakgarðinum, sem stofnunin stendur fyrir á Hótel Hérðai á morgun og föstudag.


Unnur segir dagskrána afar fjölbreytta. „Vísindamenn á sviði hug-, félags- og náttúruvísinda flytja erindi á ráðstefnunni auk þess sem heimafólk leggur ýmislegt til um sögu byggðar og öræfa fyrr og nú. Tímaranninn sem er undir er afar breiður, allt frá miðöldum til dagsins í dag.

Til dæmis verða erindi um Lagarfljótið, hopun jökla, öræfaferðir klausturfólks á miðöldum, Öskjugosið, verkefni varðandi Unescotilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og rannsóknir Náttúrustofu Austurlands á hálendinu norðan Vatnajökuls á dýralífi og gróðri – semsagt fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Hér má sjá bækling um ráðstefnuna og dagsrána. 

Margir koma að ráðstefnunni
Ráðstefnan er haldin af Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands í samvinnu við ýmsa aðila. „Starfsemi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi þakkar samstarf við Söguslóðir Austurlands, Náttúrustofu Austurlands, Minjasafn Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarð/Snæfellsstofu og Óbyggðasetur Íslands og veitta styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands, Samfélagsjóði ALCOA Fjarðaráls og Samfélagssjóði Landsvirkjunar. Þakkir fær líka Fljótsdalshérað fyrir stuðning við starfsemina,“ segir Unnur.

Öll erindin verða flutt í fundarsal á jarðhæð Hótel Héraðs. Nánari upplýsingar veitir Unnur gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.