Helgin; „Við erum ekki orðin södd“

„Við verðum áfram á tánum og reynum að gera okkar allra besta,“ segir Davíð Þór Jónsson, um lið Fjarðabyggðar í Útsvari sem mætir liði Grindavíkur í seinni undanúrslitaþætti Útsvars í kvöld.Lið Fjarðabyggðar skipa sem fyrr þau Davíð Þór Jónsson, Hákon Ásgrímsson og Heiða Dögg Liljudóttir. Fjarðabyggð vann keppnina árið 2013.

„Ég er lítið að æsa mig yfir þessu en við hittumst klukkan fjögur í dag og peppa okkur upp eins og við gerum alltaf, tökum smá Actionary og Trivial og svo fer þetta bara eins og það fer. Stessið er að mestu horfið þegar komið er í undanúrslit en við erum þó ekki orðin södd. Hvernig sem fer í kvöld er ekki hægt að segja annað en að við höfum staðið okkur ágætlega,“ segir Davíð Þór.

Aðspurður hvort hann muni áfram sitja í liði Fjarðabyggðar næsta vetur segir Davíð Þór; „Ég bauðst til þess að hætta í liðinu þegar ég flutti til Reykjavíkur frá Eskifirði í haust, en bæði bæjarstjórn og mínir liðsfélagar vildu hafa mig áfram út tímabilið og ég varð við þeirri bón. Þó svo ég hafi skilið hluta af hjarta mínu eftir á Austurlandi og verði tengdur austur það sem ég á eftir ólifað tel ég það ekki réttlætanlegt að sitja áfram, enda ekki skortur á góðum kandítötum til þess að setjast í minn stól. Ég vona að ég eigi þó tvær góðar viðureignir eftir, í versta falli eina.“


Sumardansleikur í Valaskjálf
Sumardansleikur verður í Hótel Valaskjálf seinnipartinn á sunnudag. Þar verður örkennsla í grunnatriðum og danssýning frá Dansskóla Austurlands. Nánar má lesa um viðburðinn hér.


Salthúsmarkaðurinn opnar
Salthúsmarkaðurinn á Stöðvarfirði opnar á laugardaginn og verður opinn alla daga í sumar milli klukkan 11:00 og 17:00. Hér má sjá skemmtilega umfjöllun um markaðinn.


Maður í mislitum sokkum
Tvær sýningar verða um helgina á Maður í mislitum sokkum í uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Fyrri sýningin er í kvöld og sú seinni á morgun, en báðar eru þær klukkan 20:00 á Iðavöllum. Umfjöllun um sýninguna má sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar