Orkumálinn 2024

Helgin: „Við hlökkum rosalega mikið til að hitta allt fólkið“

„Við ætlum að vera með árlegt haustkvöld í kvöld þar sem verslanir taka sig saman og bjóðum bæjarbúum upp á tilboð, veitingar og ljúfa tóna í verslunum okkar um leið og við tökum á móti vetri. Það er opið til 22:00 í öllum verslunum og við hlökkum rosalega mikið til,“ segir Lára Vilbergsdóttir í Húsi Handanna.“


Í Níunni verða ýmsar kynningar í boði auk þess sem Öystein Gjerden mun spila á gítar. Sentrum mun bjóða upp á veitingar frá Gróu Kristínu, Verzlunarfélagið verður með kynningu á skyri og ostum frá Fjóshorninu og Hótel Hérað verður með Happy Hour.

Kvöldinu líku síðan með Partý Pub Quiz á Feita Fílnum kl. 22:00.
Nánari upplýsingar má nálgast hér

Kvikmyndahátíðin RIFF í sláturhúsinu


Þann 14. og 15. Október verður Kvikmyndahátíðin RIFF haldin í sláturhúsinu. Sýndar verða þrjár myndir: A skin so Soft, A Force in Nature: Jóhann Eyfells og Meeting Snowden. Sýningartímarnir eru klukkan 14:00, 17:00 og 20:00, en hægt verður að kaupa þriggja mynda passa.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og lýsingu á kvikmyndunum má sjá hér

Útgáfutónleikar Þóhalls Þorvaldssonar

Sunnudaginn 15. Október mun Þórhallur Þorvaldsson og félagar halda útgáfutónleika í tilefni af útgáfu á nýútgefnum geisladisk.
Tónleikarnir verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 20:00.
Nánar um viðburðinn hér

Tónleikar; Eoin Dolar, Vamos bræðurnir og Sárasótt

13. október munu írskir tónlistarmenn sækja Sköðunarmiðstöðina á Stöðvarfirði heim. Undanfarna daga hefur Vinny (Stöðfirðingur með meiru) ferðast um Ísland ásamt Írskum félögum sínum og spilað á tónleikum í Reykjavík, á Rifi, Akureyri og Seyðisfirði og nú ljúka þeim ferðalaginu á Stöðvarfirði.
Von er á grípandi tónum og góðum straumum því á stokk stíga Eoin Dolan og hljómsveit hans frá Galway á Írlandi, Vinny Vamos ásamt bróðir sínum Tom Vamos ásamt því að hin goðsagnakennda sveit Sárasótt mun stíga á við.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00

Nánar um viðburðinn hér

 

Blikka / Blikk

13. - 15. október verður sett upp sýningin Blikka í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin Blikka samanstendur af verkum fjögurra listamanna, með ólíkri nálgun, kryfja athafnir sem fela í sér að rannsaka og skrásetja í tenglum við tíma og rými.
Sýnendurnir eru Jessica MacMillan (US), Maiken Stene (NO), Malin Franzén (SE) og Yen Noh (KR,) en allt eru þetta gestalistamenn Skaftfells í október og nóvember.
Sýningin verður  opnuð 13. október kl. 17:00 í gamla ríkinu, Hafnargötu 11, Seyðisfirði og mun standa yfir á laugardegi og sunnudegi frá kl. 12:00 - 18:00.

Nánar má lesa um viðburðinn hér

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.