Orkumálinn 2024

Helgin: „Góð stemming og létt dagskrá í notalegu og rólegu um hverfi“

„Hefð er orðin fyrir því að kvenfélagið standi fyrir þessum skemmtilega degi þar sem fólk kemur saman í upphafi aðventu og nýtur góðrar stemmningar og léttrar dagskrár í notalegu og rólegu umhverfi.

Við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir Katrín Högnadóttir, einn skipuleggjandi Markaðs- og aðventudags sem haldin verður í Barnaskólanum á Eiðum.
Viðburðurinn er laugardaginn 2. desember kl. 14 – 17, þar sem kynning verður á nýútkomnum bókum, markaðsstemmning með handverki og kvenfélagsbakkelsi ásamt heitu kakói og vöfflum.

Nánar um viðburðinn hér

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR EYÞÓRS INGA

Söngvarinn Eyþór Ingi heldur jólatónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 1. desember kl. 20:00. Sérstekir gestir Eyþórs á tónleikunum er Kirkjukór Fáskrúðsfjarðar.
Eyþór er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni létt , Hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni.

TÓNLEIKAR ESTHERAR JÖKULSDÓTTUR

Ógleymanleg upplifun í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.
Enn stígur Esther á stokk með sína óviðjafnanlegu sviðsframkomu. Henni fylgir úrval góðra söngvara á tónlistarmanna.
Nánar um viðburðinn hér

Skytturnar þrjár - Siggi Ingólfs & synir sýna í gallerí Klaustri

Ný sýning opnuð í gallerí Klaustri. Sigurður Ingólfsson og synir sýna verk sín. Sýningin verður opin næstu tvær helgar (2.-3. des og 9.-10. des.) kl. 13-17 og henni lýkur 10. des. Einnig verður opnuð sýning á verkum þýsku listakonunnar Birgit Jung.
Nánar um viðburðinn hér

Súrdeigsbrauðgerð með Gústa í Brauð & Co.

Helgina 2. – 3. desember verður hægt að sækja námskeið í súrbrauðsgerð í Hústasjórnaskólanum í Hallormsstað. Um er að ræða 4 klukkustunda námskeið sem kennd eru kl. 9-12 & 13 – 16.
Námkseiðið er með Gústa í Brauð & co. og er einstakt tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á brauð og bakstri. Farið verður yfir öll grunnatriði í meðhöndlun á súrdeigi og gefur Gústi þáttakendum þeirra eigin súr.
Nánar um viðburðinn hér

Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Skriðuklaustri

Árviss rithöfundalest fer um Austurland dagana 30. nóv. til 2. des. og verður á Skriðuklaustri laugardaginn 2. des. kl. 14. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Austfirska verðlaunaskáldið Jónas Reynir Gunnarsson les úr skáldsögunni Millilendingu, sem bókaútgáfan Partus gefur út, og annar austfirskur höfundur, Hrönn Reynisdóttir kemur með annað bindið um hina ótrúlegu Kolfinnu, Nei, nú ertu að spauga, Kolfinna! sem Bókstafur gefur út. Valur Gunnarsson fjallar um hernám Þjóðverja á Íslandi í Örninn og fálkinn sem kemur út hjá Forlaginu og Friðgeir Einarsson, les úr skáldsögu sinni um Formann húsfélagsins sem Bókaútgáfan Benedikt gefur út.
Auk ofangreindra bóka verður lesið úr fleiri nýjum verkum sem koma út hjá austfirska forlaginu Bókstaf og fleiri austfirskir höfundar bætast í hópinn.

Nánar um viðburðinn hér

Stofutónleikar Svavars Knúts á Skriðuklaustri

Hið víðförla söngvaskáld Svavar Knútur ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og halda stofutónleika á Skriðuklaustri á aðventunni. Lofa má notalegri kvöldstund með ljúfum tónum og léttum dæmisögum eins og Svavari Knúti er einum lagið. 

Grýlugleði - Gryla Festival á Skriðuklaustri

Árviss skemmtun með söng og glens um Grýlu og hyski hennar. Gaul- og sagnálfar mæta og kannski birtast gömlu hjónin. Jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi eftir gleðina.
Annual festival where elves tell stories of Gryla, the mother of the yule lads, and sing about her. Sometimes Gryla and her husband Leppaludi appear, searching for naughty kids and tasty elves. After the festival there is a Christmas cake buffet at Klausturkaffi.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.