Grunur um fjárdrátt hjá starfsmannafélagi VHE

Fyrrum formaður starfsmannafélags VHE hefur verið kærður til lögreglu grunaður um fjárdrátt. Samkvæmt heimildum Austurfréttar er talið að um milljónir króna sé að ræða.


Starfsmönnum var tilkynnt um málið á fundi fyrir helgi. Formaðurinn hætti störfum hjá fyrirtækinu fyrir skemmstu og þurfti við það að skila af sér bókhaldi starfsmannafélagsins. Við það komu gloppur í ljós í bókhaldinu sem leiddu til kærunnar.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst eru ekki grunsemdir um að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé frá fyrirtækinu.

Hjá lögreglunni á Austurlandi fengust þær upplýsingar að til rannsóknar væri mál sem tengdist starfsmannafélaginu. Rannsóknin gengi vel en væri á frumstigi. Ekki væri hægt að segja til um umfang málsins að svo stöddu.

Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar er umsvifamikið verktakafyrirtæki sem þjónustar meðal annars álver Alcoa á Reyðarfirði auk þess að vera með einingaverksmiðju á Héraði. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.