Orkumálinn 2024

Gjaldfrjáls skóli á Borgarfirði

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti bókun á fundi sínum í fyrradag um að fella niður gjöld á foreldra fyrir þjónustu skóla í sveitarfélaginu á næsta skólaári.

Um er að ræða niðurfellingu leikskólagjalda, tónskólagjalda og gjalda fyrir skólamáltíðir. En tónskóli, leikskóli og grunnskóli eru rekin undir einum hatti á Borgarfirði. Eftir því sem næst verður komist er Borgarfjarðarhreppur fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að gera alla skólaþjónustu gjaldfrjálsa fyrir foreldra. Einhver sveitarfélög bjóða þó upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Rétt er að taka fram að þjónusta skólamötuneytis á Borgarfirði hefur ekki verið starfrækt alla daga vikunnar heldur hefur verið boðið uppá heita máltíð þrisvar í viku. Þjónusta mötuneytisins mun ekki breytast heldur einungis verða foreldrum barna á báðum skólastigum gjaldfrjáls.

Nemendum við Grunnskóla Borgarfjarðar hefur fækkað mikið undanfarin ár og segir Jón Þórðarson, sveitarstjóri, að hugmyndin um niðurfellingu gjalda á foreldra sé liður í því að gera sveitarfélagið að vænlegri búsetukosti. „Það er röksemdin á bakvið þetta, við viljum laða hingað fólk” segir Jón en leggur áherslu á að gjöldin séu felld niður í eitt ár til reynslu.

„Leikskólagjöld dekka auðvitað ekki nema brot af rekstrarkostnaði leikskóla almennt séð, ef þú ert að reka leikskóla fyrir 7 miljónir á ári þá munar kannski ekki miklu í stóru myndinni um skólagjöld uppá hálfa miljón. Máltíðirnar eru meiri nýbreytni og við sjáum til hvernig það gengur,” segir Jón að lokum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.