Franski spítalinn getur sigrað í netkosningu

Almenningur getur nú tekið þátt í netkosningu Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar árið 2016 þar sem Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði er meðal tilnefndra verkefna.


Minjavernd hlaut á dögunum Europa Nostra-verðlaunin 2016 fyrir endurbyggingu og umbreytingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.

Evrópsku menningarverðlaunin eru stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu fyrir framúrskarandi afrek á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar.

Verkefnin sem voru valin eru öll dæmi um framúrskarandi hugvit, nýsköpun, sjálfbæra þróun og félagslega þátttöku á sviði menningararfleifðar um alla Evrópu.

Verðlaunahafarnir eru 28 talsins frá 16 löndum sem óháð dómnefnd sérfræðinga valdi úr hópi 187 umsókna en þetta er í fyrsta skipti sem verkefni frá Íslandi hlýtur slíka viðurkenningu.

Auk þessa frábæra árangurs á verkefnið kost á að vinna sérstök verðlaun úr niðurstöðum netkosninga sem nú hefur verið opnað fyrir, þar sem almenningur getur kosið sinn sigurvegara og stutt verðlaunahafa, hvort sem er úr sínu eigin landi eða öðru Evrópulandi. Kosningin fer fram hér og stendur út 8. maí.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.