Orkumálinn 2024

Fortitude í Oddsskarði eftir hádegi

Búast má við töfum á umferð um Oddsskarð næstu daga vegna vinnu við gerð Fortitude-þáttanna.


Í tilkynningu frá aðstandendum þáttanna segir að tökur verði í Oddsskarði eftir hádegi í dag og á morgun. Þar verður umferð stjórnað eða stöðvað tímabundið.

Ökutæki tökuliðsins verða flest geymd á bílaplani við skíðamiðstöðina. Fyrri part dags verður tekið upp á Eskifirði.

Á sunnudag má búast við lokunum í miðbæ Eskifjarðar í kringum verslun Samkaupa. Síðan verður farið upp í beygjuna á Norðfjarðarvegi ofan Eskifjarðar. Þar verður umferð stjórnað og mögulega stöðvuð tímabundið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.