Fóðurblandan lokar á Egilsstöðum

Fóðurblandan lokar verslun sinni á Egilsstöðum um næstu mánaðarmót. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé lengur grundvöllur fyrir rekstrinum.

„Þetta hefur verið nokkurra ára taprekstur. Við höfum leitað leiða til að auka veltuna en ekki gengið,“ segir Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar.

Fóðurblandan hefur rekið verslun á Egilsstöðum í tíu ár, oftast með þremur starfsmönnum en tveimur að undanförnu.

Vörur Fóðurblöndunnar verða áfram til sölu í verslun Jötunn véla á Egilsstöðum en vöruframboðið ræðst af þróun viðskiptanna.

Í tilkynningu er vísað á vefverslun Fóðurblöndunnar. Eyjólfur segir að líkt og hjá öðrum verslunum sé sala í gegnum netið að aukast. Þá þrýsti neytendur á lægri verð en töluverður fastur kostnaður fylgi því að vera með opna búð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.