Orkumálinn 2024

Flekaflóð í Njarðvíkurskriðum

Tvö snjóflóð lokuðu veginum um Njarðvíkurskriður þegar snjóruðningsmenn bar þar að í morgun. Annað þeirra var flekaflóð og sást greinlega í hlíðinni í morgun.

 

„Það sést hvernig snjórinn fer alveg öðru megin úr gilinu, niður í botn og áfram yfir veginn og vegriðið,“ segir Jón Þórðarson, sveitarstjóri á Borgarfirði.


Snjófleki er snjólag með hlutfallslega mikla samloðun með veikara lagi undir. Snjófleki verður að flekaflóði ef stykki brotnar úr flekanum og slitnar frá undirlaginu. Þá myndast svokallað brotstál efst þar sem flekinn brotnaði frá snjónum sem ekki fór af stað.

Að sögn Jóns féllu tvö flóð á veginn í skriðunum og var flekaflóðið það minna. Nokkuð snjóaði á Borgarfirði í veðrinu í nótt en var nokkuð misskipt. „Sums staðar er hellingssnjór en annars staðar er ekkert á milli.“

Myndir: Jón Þórðarson

 

njardvikurskridur 20160205 1 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.