Fjórtán milljóna afgangur á Borgarfirði

Tæplega fjórtán milljóna króna afgangur varð af rekstri Borgarfjarðarhrepps á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi.


Tekur sveitarfélagsins námu 149,4 milljónum, þar af tekjur A-hluta 138,1 milljón.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 13,7 milljónir, þar af 18,1 milljón í A-hluta. Innan hans eru helstu lögboðnu verkefni sveitarfélaga sem fjármögnuð eru með skatttekjum.

Í B-hluta eru verkefni fjármögnuð með sértekjum. Algengara er hjá sveitarfélögum að B-hlutinn komi betur út en þessu er öfugt farið hjá Borgarfirði.

Sveitarfélagið stendur nokkuð vel því eigið fé var jákvætt í lok síðasta árs um 271,1 milljón.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.