Fjórir sóttu mum starf forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar

Fjórir sækjast eftir starfi forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar, umsóknarfrestur rann út þann 19. apríl.



Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar kemur til með að halda utan um menningarmálin í Fjarðabyggð og framfylgja menningarstefnunni. Sami starfsmaður verður einnig forstöðumaður Tónlistarmiðstöðvar Austurlands sem staðsett er á Eskifirði. Um nýja stöðu er að ræða en hér má sjá umfjöllum um væntanlega Menningarstofu.

Í auglýsingu var gerð krafa um menntun á sviðum tónlistar, menningar og lista, þekkingu á menningarstarfi og listum, reynslu af stjórnun, framúrskarandi samstarfs-, skipulags- og samskiptahæfileika, frumkvæði og agaðra vinnubragða sem og góðrar tungumálakunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.

Umsækjendur eru:

Kristín Arna Sigurðardóttir, verkefnastjóri

Hjördís H Seljan Þóroddsdóttir, umsjónarkennari

Þorgeir Frímann Óðinsson, forstjóri

Kristján Þór Héðinsson, verkefnastjóri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.