Orkumálinn 2024

Ferðamenn stela „bannað að tjalda“ skiltum

Djúpavogshreppur hefur pantað ný skilti með áréttingum um að bannað sé að gista í tjöldum eða bílum þar sem hinum eldri hefur verið stolið. Sveitarstjórinn segir þörf á að árétta að aðeins skuli gist á merktum svæðum.


„Þau hafa ekki horfið öll heldur nokkur. Ég held það sé ekki rétt að tala um faraldur en þeim hefur fækkað,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.

Gauti segir skurk hafa verið gerðan í að koma skiltum upp í fyrra þar sem ekki sé ætlast til að fólk tjaldi eða leggi bílum sínum til að gista. Ekki er vitað hvor ferðamennirnir taki skiltin sem minjagripi eða ætli sér að afsaka sig að morgni með að segja að ekkert hafi gefið til kynna um að ekki mætti gista.

Þá stendur til að koma upp skilti við innkeyrsluna í þorpið með skilaboðum um að aðeins skuli gist á merktum tjaldstæðum.

„Það eykst alltaf umferð þessa litlu bíla sem tæplega er hægt að kalla húsbíla. Þeir eru á víð og dreif um þorpið, í jaðri þessi og utan við það. Við veltum fyrir okkur hvort ekki sé rétt að árétta hvað má og hvað ekki.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.