Fangelsisrefsing fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann um fimmtugt í 30 daga fangelsi fyrir ítrekað ölvunarakstur.


Lögregla hafði afskipti af manninum innan við Egilsstaði í vor og mældist vínandamagn í blóði hans 1,95 prómill.

Þetta er í þriðja skiptið sem honum er gerð refsing fyrir ölvunarakstur en hin skiptin voru 2011 og 2013.

Þótt hann játaði brot sitt þótti rétt, með tilliti til dómaframkvæmdar, að dæma hann í 30 daga fangelsi óskilorðsbundið. Hann þarf einnig að greiða rúmar 30 þúsund krónur í sakarkostnað.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.